Stockholm flott borg sem allir ættu að skoða.

Nýkomin heim frá Stockholm verð ég að játa það að fyrir mér er sú borg mun flottari og meira trend en mér hafði grunað.  Búðirnar voru hver annarri glæsilegri og strákarnir líka! Næturlífið frábært og borgin iðaði gjörsamlega af lífi!  Mæli ég hiklaust með því að íslendingar skoði eitthvað annað en Köben og strikið, kíkið á Stockholm og það sem þar er í boði.  Ég verð líka að koma því fram að karlmenn eru einstaklega smekklegir þarna úti, maður sá hreinlega hverning metro maðurinn fékk að njóta sín til hins ítrasta.  Húðin greinilega ekki látin sitja á hakanum og af ljómanum af dæmi þá var greinilega um að ræða nýjustu línu Armani á húðina, flestir karlmenn gengu með hliðartösku (sem var ekki nógu stór fyrir fartölvu, þannig ég veit ekki hvað var í henni) og á leiðinni í eða úr vinnu höfðu þeir all flestir komið við í flottustu tískuhúsum bæjarins.  Húrra fyrir sænskum karlmönnum kannski að þeir bjóði upp á námskeið fyrir hina íslensku Wink???


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Verð að taka undir með þér Auður, því Stokkhólmur hafði sömu áhrif á mig..

geggjaðar búðir og smekklegt fólk, flottir staðir, töff barir og veitingahús

hvert sem við fórum var þjónustan frábær, fyrir utan þá fannst stokkhólmabúum alveg frábært að hitta íslendinga!

( jú karlmennirnir voru frekar flottir, sænsku stelpurnar voru cool líka)

Stokkhólmur er heillandi borg í alla staði ekki spurning -Köben hvað?

Díana Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband