Bootcamp

Ég er byrjuð í "bootcamp"! Húrra fyrir mér og öllum hinum öpunum sem eru með mér að sprikla......en hvað þetta er nú gaman, vá æðislega hressandi.  Við fórum í dag í þessu fína veðri líka út að hlaupa.  Eftir fyrsta hringinn sem við hlupum var ég búin að missa allt raunveruleikaskyn og "einungis" tveir hringir eftir.  Mér fannst ég hvorki heyra né sjá lengur, þvílíkt og annað eins og það í Ármúlanum innan um fullt af bílum, ég sá alveg fyrirsögnina standa ljóslogandi fyrir framan mig "Ung kona hljóp fyrir bíl í Ármúlanum"svo mundi standa í textanum að ekki væri vitað um tildrög slysins en talið er að hún hafi verið í einhvers konar leiðslu. En eftir að hafa hlaupið 3 hringi í kringum Ármúlann, 250 hnefabeygjur, 250 uppstig og 20 hjólböruæfingar var ég bara nokkuð sátt við sjálfa mig.  Fannst ég bara hafa staðið mig með prýði og ef ég væri ekki í svona góðum bata af nammifíkninni hefði ég á góðum degi verðlaunað mig með stórum ís með dýfu LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmmm ís með dýfu...

Þorsteinn (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband