15.5.2007 | 14:29
The Secret
Jæja þá er ég loksins búin að ná í mynddiskinn sem ég pantaði frá Ameríku upp í toll, ég lendi alltaf í tollinum og ég hreinlega fatta ekki hvernig sumar vinkonur mínar sleppa alltaf með sínar vörur í gegn en ég þarf alltaf að borga(ætli þær eigi ekki ættingja hjá Póstinum ). Að þessu sinni þurfti ég að borga rúmlega 1.300 kall til að leysa út diskinn sem kostaði rúmlega 2.400 krónur á netinu. Nú á svo að horfa á hina leyndumynd og öðlast það sem vantar í líf mitt eða það sögðu þau í Oprah þættinum þetta fólk sem var búið að tileinka sér þessi fræði það var allt meira og minna millar eða svo ótrúlega hamingjusamt að það var sjálflýsandi! Ég reyndar byrjaði á því að lána hana því ég vill einhvern vegin meira að aðrir séu líka hamingjusamir ekki bara ég og að lífið gengur út á að deila hahahaha.... afsökun ég bara nennti ekki að horfa á hana í kvöld þannig ég lánaði Steinku hana svo hún gæti uppfrætt mig um Leyndarmál lífsins á morgun í vinnunni. En þá er það bara spurning hvað næst ætli það verði Kabbalah eða vísinda kirkjan hver veit?
Athugasemdir
Ég náði að horfa á Secret diskinn í 10 min. Þá var ég orðin svo reið að hlusta á þetta bull að ég slökkti. Auðvitað er alltaf gott að hugsa jákvætt og eiga sína drauma og fylgja þeim en þetta er bara eins og sértrúarsöfnuður!! Ég held að börnin í Afríku og víðar séu ekki alveg sammála og sátt við þessar kenningar!!
Sigga (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 14:42
Var að ljúka við að horfa á The Secret og þótt margt sé þar fært í dramatískan búning er þetta óvitlaust. Sigga hefur greinilega tekið margt of alvarlega því ég gat ekki fundið neitt trúarofstæki í þessu. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem fólk er hvatt til jákvæðni og bjartsýni. Trú á sjálfan sig og það að maður verðskuldi allt gott er heldur ekki slæm.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.5.2007 kl. 11:22
Haha það er ekkert skrítið að þú lendir í tollinum! ert ekkert smá mikill krimmi haha djók ! en það verður gaman hjá þér að fara að horfa að þennan "hamingjudisk" eða e-h tíhí en sjaúmst .. bæjó kv. Selma
Selma ;) (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.