Harlem Reykjavíkur

Mér blöskraði gjörsamlega í dag og varð svo sótill að ég var búin að skrifa bréf í kollinum á mér til allra þeirra ráðamanna sem stjórna sundlaugum Reykjavíkur í dag.  Ég er sundpía þ.e.a.s mér finnst æðislega gott að notfæra mér þessa frábæru þjónustu sem við höfum kost á, að fara í sund.  Hvort sem það er til að slaka á, eða þykjast vera ofsalega heilsusamleg og synda eða einfaldlega til að fara með börnin mín að busla og leika mér.  Ég fer yfirleitt í Grafarvogslaugina, þar er öll aðstaða til fyrirmyndar, sjáanleg skiptiborð fyrir litlu krílin sem og litlir balar með sæti í, þar sem þau geta buslað meðan maður þvær sér. Þar er innilaug og ef einhverja hluta vegna hún sé lokuð þá er yfirleitt miði í glugganum frammi með upplýsingum um lokun hennar, hárblásararnir eru s.s allt í lagi þeir eru kannski í eldri kantinum og fer fækkandi en ágætir þó. Einnig hef ég sótt Árbæjarlaugina sem og nýju sundlaugina í Mosfellsbæ og hef ekki yfir neinu að kvarta nema samskeytunum í rennibrautinni í Mosfellsbæ eða "ostaskeranum" eins og starfsfólkið þar talar um.  Jæja í dag fékk eldri drengurinn minn að velja sér sundlaug og Breiðholtslaugin varð fyrir valinu.  Ég fór ein með báða drengina mína 6 ára og 1 og hálfs árs nema hvað að ég kom þreytt, svekkt og pirruð út tveimur tímum seinna.  Aðstaðan var ekki upp á marga fiska, 2 "ósýnlega" skiptiborð fyrir börnin þannig ég þurfti að hátta og klæða barnið í fanginu á mér, þau voru víst þarna en fóru gjörsamlega fram hjá mér og engin starfsmaður inn í klefanum til að veita upplýsingar. Tveir gamlir dótakassar fyrir börnin að sitja í á meðan forráðamaður þeirra þvær á sér hausinn, þau hafa víst svo slæma reynslu af bölunum í Breiðholti þeir brotna víst alltaf um leið hjá þeim...KOMON dótakassinn var líka úr plasti, svo hárblásarnir þeir voru þannig að ég hefði alveg eins getað beðið strákinn minn um að blása á hárið á mér.  Oh mæ oh mæ, ég gat ekki annað en hlegið innra með mér, hvað er eiginlega málið??  Er það vegna þess að meiri hlutinn af fólkinu sem býr í Breiðholti eru ekki af íslensku bergi brotið? Eða er það vegna þess að það er svo mikið af gömlu fólki í Breiðholti? Ég meina aðstaða fyrir eldra fólk var mjög fín þarna, stóll í hverju horni til að setjast á og hvíla lúinn bein en fyrir barnafólk að mínu mati ekki svo góð.

Jæja nú er hrokinn farinn að tala, ætla að hætta hér. Ég var allavega ekki upp á marga fiska í dag þegar ég kom úr sundi, frekar þreytt og úfinn móðir með tvo pirraða drengi. Aldrei að vita nema ég gefi Breiðholtslaug annan sjens einhvern daginn í betra skapi, en ég upplifði Breiðholt í dag sem Harlem Reykjavíkur, þó svo að það hverfi sé að mínu mati ekkert verra en eitthvað annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aman sko..! haha Taktu með þér sundfötin þegar þú kemur á fim. og við skellum okkur í sund á annað hvort esk. eða hér á Rfj.  Sammála??

Selma (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Auður Eva Auðunsdóttir

Kem austur á föstudag mín kæra ;) , en já mér finnst fólk almennt vera sammála þessari athugasemd.  Af hverju er Breiðholtið svona skítugt????

Auður Eva Auðunsdóttir, 29.5.2007 kl. 18:43

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Úps, en andstyggilegt.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:40

4 identicon

Hahahahhaaha en fyndið! og ég beið spennt eftir brjálæðislegum kommentum á færsluna þar sem reiðir Breiðhyltingar kölluðu þig snobbgellu og vitleysing... en ekkert gerðist! Hahaha trúi þér samt alveg og ætla ekki í þessa laug með mína tvo! En eigum við ekki að hittast í næsta húsi við mig með strákana okkar einhvern daginn og busla saman í lauginni okkar hér í Grafarvoginum?

mjallan

Mjöll (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband