ja hérna hér..hahahaha

sko ég get svarið það ég er búin að vera svo algjörlega tóm gagnvart þessi bloggi mínu að það hálfa er nóg.  Í þau skipti sem ég hef verið fyrir framan tölvuna mína og ákveðið að nú skal vera rétti tíminn til að skrifa bloggfærslu þá hef ég staðið á gati....  Ég hef greinilega ekki svipað hugmyndaflug og Ellý Ármanns og ef ég væri með það er ég eflaust of bæld til þess að skrifa það niður hehehe.

  Annars er ég búin að vera mjög dugleg á facebook, það er einhvern vegin að ná til mín og reyndar milljónir annarra.  Ég fór á námskeið um daginn um það hvernig maður á að hætta sjálfsvorkunn og horfast í augu við alla þá yndislegu galla sem maður er prýddur og elska sjálfan sig skilyrðislaust, því annars gætu fáir aðrir gert það.  Það virkaði ágætlega fyrir mig svei mér, í kjölfarið á þessu námskeiði tók ég mataræðið í gegn og fór að borða hollari mat, því jú sykur og skyndibitafæða er ekkert rosalega gott hvorki fyrir líkama né sál.  Nú er ég orðin svona óþolandi típa sem fer ekki á McDonalds með börnin um helgar heldur á Maður lifandi og Gló og þess háttar staði og kaupi hollustu nammi Smile.  Ég tók reyndar endanlega ákvörðun að sleppa því að borða sykur, hvítt hveiti, ger og alls kyns aukaefni eftir að ég hitti hana Matthildi sem er heilpraktiker sem komst að þeirri niðurstöðu að ég væri að gerjast að innanverðu, án gríns..... en þetta hefði aldrei verið svona auðvelt fyrir mig að sleppa þessum fæðutegundum nema að ég hefði verið farin að elska sjálfa mig svona rosalega mikið eftir þetta námskeið sem ég fór á, alla vega það mikið að mig langar að hætta að gerjast Grin.  Guðni Gunnarsson ropeyogafrumkvöðull heldur þessi námskeið og mæli ég hiklaust með þeim við hvern þann sem hefur áhuga á smá naflaskoðun og sjálfsrækt sem og að kíkja til hennar Matthildar heilpraktiker, þessi blanda er virkilega góð fyrir líkama og sál. Allavega mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Svo er líka mannbætandi að fletta Nýja Testamentinu!

Velkomin aftur í blogg-heima!

Magnús V. Skúlason, 19.2.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband