Færsluflokkur: Lífstíll
7.5.2007 | 18:51
Konur í fjölmiðlum
Mikið hefur borið á þeirri umfjöllun í fjölmiðlum í dag að komið sé öðruvísi fram við konur en karla. Ég get í raun ekki annað en tekið undir það og verið sammála að mörgu leyti. h tímarit (tímaritið sem ég stend að)var gagngrýnt fyrir stuttu síðan fyrir að hafa tekið viðtal við unga konu á uppleið í viðskiptalífinu og tekið eftir frábærum klæðaburði hjá þessari konu sem geislaði að öryggi og skartaði fallega bleikum kjól og svartri kvennlegri kápu en margar kynsystur hennar í sömu stöðu klæðast svartri dragt og hvítri skyrtu og myndi ekki þora að stíga út fyrir þann ramma.
Mikil umræða var einnig í saumaklúbbum landsins sem og vinnustöðum um þessa konu og hafði fólk margar og misjafnar skoðanir á klæðaburði hennar. Ég heyrði útgáfur eins og "hvað er kona í hennar stöðu að klæða sig svona?"og ein kunningja kona mín sagði við mig að hún hafði sko horft eftir því hver skrifaði og stíleseraði greinina því hún gat nú alls ekki trúað því upp á hana Auði sem hún þekkti að hafa skrifað þetta, en hún fattaði ekki að ég hefði nú eflaust eitthvað um það að segja hvað fer í prentun og ekki í prentun og ef mér er siðferðislega misboðið að þá mundi ég væntanlega ekki finnast það vera blaðinu samboðið. Ég spurði hana að því hvort að það væri hennar skoðun að konur í viðskiptalífinu ættu eingöngu að klæðast drögtum?
Ég hef að sjálfsögðu skoðun á þessu máli, mér finnst Katrín vera nútímakona sem þorir!! Hún þorir að vera kona í yfirmannsstöðu og halda sínum kvenleika og klæðast bleikum kjól! Hún þorir að viðurkenna að hún er engin ofurkona og þarf á hjálp að halda, þess vegna hefur hún konu sem aðstoðar hana daglega til að gera henni og börnum hennar lífið auðveldara. Ég verð að segja að ég dáist að þessari konu, eins og skilið er í viðtalinu leggur hún á sig mikla vinnu til að drengirnir hennar skorti ekkert og hún sér enga ástæðu fyrir því að hún ætti að fá eitthvern afslátt af sinni vinnu eins og hún orðaði það þó að hún sé einstæð með börn.
En mest bar á jákvæðum viðbrögðum, fólk hrósaði forsíðunni og henni Katrínu, stíleseringunni fannst viðtalið gott, myndirnar flottar og svo framvegis. Það sem þetta viðtal gerði var að skapa umræðu og það er það skiptir máli. Þetta vakti athygli á h tímariti, vakti athygli á því að fólk hefur skiptar skoðanir og ekki síst sem þetta skapaði skemmtilega umræðu í þjóðfélaginu.
Áfram konur eins og Katrín þið eruð okkur hinum til sóma
Inn á www.htimarit.is er hægt að lesa viðtalið við Katrínu í heild sinni.Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2007 | 15:56
Að vera eða að vera ekki......með blogg.
Ég er búin að vera að pæla í því um tíma að fara að blogga, eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag þá virðast "allir" vera með bloggsíðu. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í dágóðan tíma og miklað þetta aðeins fyrir mér í leiðinni ákvað ég að athuga hvernig þetta blogg virkar. Og viti menn þetta er alls ekkert svo flókið og ég var einfaldlega leidd í gegnum þetta ferli eins og lítið barn.
Um hvað ég ætla að blogga verður svo einfaldlega bara að koma í ljós, ég valdi líffstíl sem aðalflokk hjá mér kannski vegna þess að ég hef mikin áhuga á lífsstíl og er að gefa út tímarit sem að viðkemur lífsstíl karla og kvenna, þannig ég hugsaði með mér að það gæti passað fínt! Jæja hvað um það svo var það að velja bakrunn, ég verð nú að viðkenna að engin af þessum bakrunnum heillaði mig sérstaklega upp úr skónum þannig eftir að hafa farið frá vori yfir á vetur og vetri yfir á græna appelsínu ákvað ég að slá til og velja haust! Ekkert flókið en vandasamt verk. Þá var það bara næsta skref að ljúka þessu öllu saman og skoða herlegheitin..... ég ætlaði nú líka eitthvað að blogga. Eftir nokkrar fortölur fattaði ég svo hvernig ég gæti fært inn færslu og skrifin hófust. Ég er engin Ellý Ármanns í þessu öllu saman en ég ætla að gera mitt besta í því að vera með spennandi færslur um þau málefni sem á mér brenna hverju sinni.
Ef þú fílar ekki bloggið mitt eða ert ekki sammála mér á einhvern hátt þá er það algjörlega þitt mál og ég bið þig að vera ekki með leiðindarkomment á síðunni minni, hér eiga allir að vera vinir! Jákvæð, uppbyggjandi og skemmtilegar skoðanir eru vel þegnar. Njótið vel
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)