7.5.2007 | 15:56
Að vera eða að vera ekki......með blogg.
Ég er búin að vera að pæla í því um tíma að fara að blogga, eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag þá virðast "allir" vera með bloggsíðu. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í dágóðan tíma og miklað þetta aðeins fyrir mér í leiðinni ákvað ég að athuga hvernig þetta blogg virkar. Og viti menn þetta er alls ekkert svo flókið og ég var einfaldlega leidd í gegnum þetta ferli eins og lítið barn.
Um hvað ég ætla að blogga verður svo einfaldlega bara að koma í ljós, ég valdi líffstíl sem aðalflokk hjá mér kannski vegna þess að ég hef mikin áhuga á lífsstíl og er að gefa út tímarit sem að viðkemur lífsstíl karla og kvenna, þannig ég hugsaði með mér að það gæti passað fínt! Jæja hvað um það svo var það að velja bakrunn, ég verð nú að viðkenna að engin af þessum bakrunnum heillaði mig sérstaklega upp úr skónum þannig eftir að hafa farið frá vori yfir á vetur og vetri yfir á græna appelsínu ákvað ég að slá til og velja haust! Ekkert flókið en vandasamt verk. Þá var það bara næsta skref að ljúka þessu öllu saman og skoða herlegheitin..... ég ætlaði nú líka eitthvað að blogga. Eftir nokkrar fortölur fattaði ég svo hvernig ég gæti fært inn færslu og skrifin hófust. Ég er engin Ellý Ármanns í þessu öllu saman en ég ætla að gera mitt besta í því að vera með spennandi færslur um þau málefni sem á mér brenna hverju sinni.
Ef þú fílar ekki bloggið mitt eða ert ekki sammála mér á einhvern hátt þá er það algjörlega þitt mál og ég bið þig að vera ekki með leiðindarkomment á síðunni minni, hér eiga allir að vera vinir! Jákvæð, uppbyggjandi og skemmtilegar skoðanir eru vel þegnar. Njótið vel
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.